Jæja. Nú stend ég í aðstæðum sem ég hef aldrei lent í áður. Þetta byrjaði allt fyrir um 4 vikum þegar netið hjá okkur í öllu húsinu var orðið alveg virkilega hægt. Var ekki hægt að opna neinar phpbb síður og tók alveg heila eilífð að opna t.d. mbl.is. Mér datt í hug að tölvan sem við hér köllum “Serverinn” væri eitthvað að bregðast og ákvað að taka eitt kvöld frá og formatta. Það gekk allt vél nema að lagaði ekki netið. Við komumst svo að því að það var eitthvað forrit í tölvunnu hans bróður míns sem hægði á netinu, af hverju veit ég ekki.

Svo lenti í öðri vandamáli. Serverinn klikkaðist. Það sem gerðist var að allt net datt út í húsinu og Serverinn neitaði að virka þangað til maður ýtti á restart takkann. Svo fór þetta að gerast oftast og ég tók eftir því að allt þetta gerðist á um það bil þriggja klukkutíma fresti. Ég tók einnig eftir því að það þurfti nokkrar tilraunir til að kveikja á skjánum; hann varð grænn og það komu grænar línur lárétt á ská yfir hann allann. Svo kveikti ég og slökkti og kveikti og slökkti, alveg þangað til ég sá loksins hinar æfagömlu grænu brekkur og skjærbláiann skýjaðann himininn á skjánum. Svo gerðist það núna fyrir akkurat 3 klukkustundum að skjárinn drapst alveg. Það er bara ekki hægt að kveikja á honum, kemur ekki LED ljós eða neitt (já hann er í sambandi). En síðan skjárinn dó hefur allt net verið í himna lagi hérna í húsinu og hingað til er þetta met í uptime á Servernum.

Þannig ég spyr; getur bilaður skjár truflað gang allrar tölvunnar? Tel það hæpið en þetta er samt smá spooky.

PS. Á meðan skjárinn kveikti á sér af og til þá installaði ég vírusvörn að nafni Norton AntiVirus 2003 og hún tók út 2 vírusa sem ég hef tekið út oftar en einusinni, og oftar en þrisvar síðustu mánuðina: W32.Welchia.Worm og W32.Msblast.Worm

Með fyrirfram þökkum og vonum um góð svör,
Danni.<br><br>Kveðja, Danni

<u><a href="http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: DanniR </u
Kveðja, Danni