Ég var að setja upp win XP pro aftur og náði mér síðan í MSN 6.1

Ég stillti það á að kveikja ekki á sér sjálfkrafa og hélt að það dygði en samt verð ég online um leið og ég fer á netið, ég bara sé það ekki því forritið sýnir sig ekki. Þegar ég kveiki á msn 6,1 þá koma skilaboð um að ég hafi verið loggaður út á msn þar sem ég hafi loggað mig inn annarsstaðar ??

Þegar ég fer á netið eða kveiki á tölvunni fer msn 4.7 semsagt alltaf í gang þrátt fyrir að ég sé búinn að fara í add/remove programs og þaðan í add remove windows components og að ég hélt taka forritið út.

Prófaði svo að fara eftir leiðbeiningum sem ég fann hér á huga fór í run og services.msc og stoppaði þetta þar og hélt að málið væri leyst en ónei, enn fer þetta af stað.

Er einhver sem veit hvernig ég get slökkt á þessu skrapatóli ???