Sæl verið þið !

Ég er með Win XP pro. Um daginn fór ég inn á einhverja heimasíðu og þá poppuðu upp margar aðrar síður sem ég lokaði jafn óðum. Eftir þetta er internet expolorer að stríða mér hann opnast alltaf í minimize þegar ég opna link frá honum þ.e. þegar ég opna hann fyrst þá er allt eðlilegt en ef ég fer á link af t.d. mbl.is á einhverja aðra síðu þá opnast hann alltaf pínu lítill. Ég er búinn að hægri smella á iconið og velja bæði “run” Normal Window og eins maximized en allt kemur fyrir ekki. Veit einhver hvar er hægt að stilla þetta ???