Sælir
Ég er með Norton Antivirus 2003 settann upp í tölvunni minni en nú er komið að því að ég þarf að fara að sækja um áframhaldandi áskrift sem maður þarf að borga fyrir. Ég var að spá hvort einhver hér hafði reynslu af þessu, bæði hvort til væri eitthvað svindl svo maður þurfi ekki að borga, eða hvort það sé ómögulegt með öllu. Ef svo er, hvort einhver hafi borgað þetta dót og gefið upp visa númerið og hvort það hafi bara verið í góðu lagi. Er ekki sérlega hrifinn af því að gefa upp kortanúmerið en ég svosem býst ekki við því að stórt og þekkt fyrirtæki eins og Symantec færi að svindla eitthvað á manni…. en hvað veit maður!

Ég hef lesið hér aðeins eitthvað um það að 2003 nortoninn sé eitthvað slappur og 2002 virki betur með XP. Er einhver teljanlegur munur á þessum útgáfum? Ég varð svolítið hneykslaður þegar ég sá að 2003 útgáfan hafði bara 3 mánuði í fría áskrift meðan 2002 var minnir mig með eitt ár. Maður hefur heyrt af fólki sem bara formattar tölvuna árlega og fær þá aftur áskrift að ári. Ég bara nenni ekki að standa við strauborðið…..

Með von um efnileg svör

Kveðja
maXboX