Það er búið að vera vesen hjá mér í sennilega 2 mánuði, ég held að þetta hafi fyrst byrjað þegar ég setti Windows Media Player 9 inn. Mig grunar það sterklega og langar að vita hvort að einhver hérna hafi lent í því sama, eða veit hvað ég ætti að gera?

Vandamálið lýsir sér svona, í grófum dráttum.. ég klikka á eitthvað myndband sem ég er með í tölvunni (t.d. eitt sem ég á sem að heitir því skemmtileg nafni “michael jordan fools two players and then gives ewing the facial.avi”, þá byrjar skjárinn hjá mér að blikka. Ég er nokkuð viss um að þetta tengist því þegar að Windowsið reynir að búa til thumbnail af myndinni. Þetta er frekar pirrandi því að skjárinn blikkar, eins og að ég sé að breyta um upplausn á honum í svona 2-3 sek. Þetta gerist ekki með allar tegundir myndbanda heldur aðalega .avi file-a.

Núna er það spurning hvort að einhver hérna kannast við þetta vandamál og getur hjálpað mér. Öll hjálp er vel þegin.

Ég get heldur ekki tekið upp myndbönd í gegnum Firewire-ið mitt úr stafrænu myndbandsupptökuvélinni minni, (dýrka þessi íslensku orð :)) þegar ég reyni það þá kemur bara einhver error, ég get horft á myndböndin sem eru á spólunni í tölvunni en heyri hvorki hljóð né get tekið þau upp. Ég get þó tekið snapshot og allt það.

Ég vil svo bæta því við að ég nota Windows XP Home Edition

Kveðja