Ég er með tvær tölvur heima hjá mér með netkorti í og crossover snúru á milli en ég næ ekki að tengja þær saman. Ég er búinn að stilla ip-tölurnar, ég veit að þær eru réttar, og subnet mask-ið er það sama. Þess má geta að ég er nýfluttur og áður en ég flutti þá virkaði þetta fínt en núna næ ég engu sambandi.

Mér sýnist samt að tölvurnar nái nafninu á hvor annarri (það kemur svona skjár með nafninu undir í Network Neighbourhood eða hvað sem það heitir) en þegar ég ætla að tengjast henni kemur bara “The Network path was not found”. Ég er líka búinn að stilla shaerið þannig að tölvurnar shaera C diskunum í sér.

Ég er alveg ráðalaus og vona að einhver geti hjálpað mér.