Ég var að tengja nýjan harðan disk við tölvuna mína og þarf því að formatta hann (nýr ónotaður diskur). Mér hefur hingað til bara ekki tekist að finna neinn valmöguleika í XP (home) til að formatta harða diskinn! XP finnur diskinn og segir hann virka eðlilega en ég get ekkert gert við hann! Hvergi boðið upp á að formatta :/

Þegar mér tekst svo að fá þennan disk til að virka langar mig að klóna gamla harða diskinn minn (með stýrikerfinu og öllu) yfir á nýja diskinn og nota gamla diskinn svo undir Linux. Hvernig færi ég að þessu?

Með kveðju, Tyrone