af mbl.is:
“Það er innbyggður kóði í veirunni sem gerir honum kleift að gera tvo hluti. Annars vegar er kóði sem hefur samband við svokallað klukkuþjóna á Netinu, sem eru gjarnan notaðir til að stilla tölvur á réttan tíma. Ormurinn getur byrjað að gera eitthvað á sameiginlegum tíma án þess að treysta á að klukkan í vélunum sé rétt,”
“Hann ætlar að nota þetta á morgun kl. 19 að íslenskum tíma. Þetta gerist samtímis á öllum tímasvæðum því miðað er við alheimstímann Greenwich Mean Time {GMT}. Aðgerðin mun standa í þrjá klukkutíma. Ormurinn mun endurtaka þetta á sunnudaginn, svo aftur næsta föstudag. Þetta gerist því sex sinnum þangað til að ormurinn rennur út þann 10. september,”

Klukkan er núna orðin meira en 19 og meira en 22, svo að fyrsta árásin ætti að vera búin, en ég var að spá.. veit einhver á hvað var gert árás? og hvernig hún gekk þá?