Heilir og sælir.

Ég er í einhverjum vandræðum með pop-up líka, oftast þegar ég opna internet explorer núna er hann geggjað hægur og kemur upp pop-up.

Ég er (nokkurn vegin) búinn að komast að því að þetta tengist alt einhverju BPC.exe sem er staðsett í c:/program files/RVP þar var uninstall, ég keyrði hann en virtist ekkert hafa gagnast nema að uninstallið hvarf.

Ég eyddi BPC.exe og Bi.exe með command promt, og allt í góðu.

En svo eftir smátíma þegar ég opna browser er hann smátíma að opnast og þá koma upp skilaboð að ég hafi verið að setja upp þetta “forrtit”.

Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir varðandi þetta eða kannast við þetta má hann endilega láta mig vita hvernig ég get losnað við þetta.

(Er með Xp pro, ef það hjálpar)
takk.

ps. ég var að henda þessu út núna aftur og það hefur ekki sett sig sjálfkrafa upp ennþá. En IE og My Computer er drullulegni að opnast!