Kæru Windows áhugamenn.
Ég er með spurningu aðallega ætluð þeim sem eru með Windows
stýrikerfi og nettengingu frá Fjöltengi(TM). Ég er að spá í að fá mér svoleiðis tengingu en er að heyra mismunandi sögur um
tengihraða(?) þ.e.a.s bandwidth í innanlands niðurhali(dl).
Ef einhver er með Win + Fjöl(TM) væri mjög vel þegið að fá einhverjar upplýsingar um þessi mál. Aðallega:
1. Hver er hraðinn þegar hann er minnstur (? hægastur? humm?)
2. Hver er meðalhraðinn (týpiskur hraði og mesti hraðinn)
Allar athugasemdir væru vel þegnar.
Með fyrirfram þökk
Ásgeir Stefánsson.