Ég var að setja upp forrit sem heitir Acronis OS Selector í tölvuna. En ég var svo vitlaus að slökkva á setup forritinu þegar það var að gera resize á harða diskinum, þegar ég kveiki svo á Windows XP þá kemur blu screen sem ég sé aldrei hvað stendur á og hún restarstas að sjálfu sér og ég kemst aldrei inní windows.

Ég er með Partition Magic 7 boot diskettu. Þar gerði ég error check og þar kom upp þessi error: Partition improperly dismounted error code 1516. Inná vefsíðu þeirra stóð að lausnin á vandamálinu væri að gera:
chkdsk /f í dos til að fixa errorinn, en það eina sem ég get gert er að gera chkdsk /p og /r sem gagnast mér ekkert

Veit einhver hvernig ég get lagað þetta?