Sæl öllsömul.

Ég var nú búinn að spyrja að þessu hérna áður og fá svar en þetta er samt ekki að virka hjá mér.

Málið er svona:
Ég er með tvær tölvur, ein WinXP sem er með ICS í gangi ip 10.0.0.1 svo er ég með Linux vél(Redhat 8.0) ip 10.0.0.2 og á henni er ég með apache og ætla að keyra vefsíðuna mína á henni. Þessar vélar eru svo tengdar saman með crossover kapli og það virkar allt, kemst á netið á báðum vélum og get skoðað síðuna á báðum vélunum á http://10.0.0.2

Vandamálið:
Ég fékk svar hérna á huga um að á WinXP vélinni ætti ég að fara í properties á internet tengingunni advanced->settings og haka þar við HTTP server og skrifa inn ip á Linux vélinni og vola málið leyst. En það er ekki alveg málið því að þetta er ekkert að virka. Ég er búinn á láta mér detta í hug að þetta sé eitthvað í sambandi við ISS og er búinn að prófa að hafa kveikt og slökkt á því.

Ég er alveg ráðþrota með þetta og orðinn frekar pirraður. Öll hjálp vel þegin.

kv.
-bjössi