Ég ber viss EINKENNI þess að hafa þennan vírus. Furðulegt nokk þar sem að ég virðist ekki hafa sjúkdóminn sjálfan.

Ég er búinn að ná í öll heimsins removal tól, fara eftir öllum fjarlægingarleiðbeiningum. Prófa ýmis vírusvarnartól og ekki finnst þessi fjandi. Hinsvegar láta einkennin ekki á sér standa. Lítum á málið:

Ég er með tvær tölvur: Laptop mega últra og Desktop megasystem.

Í augnablikinu keyrir Laptopinn það skársta sem er í boði ef maður á konu: Windows 2000. Á Megasystem keyri ég últrakúl Debian Linux/GNU - fatrúlíng túrbó!

Windows 2000 kortleggur tvö net-drif: \\megasystem\hda5 og \\megasystem\wd á Megasystem í gegnum Samba. Laptoppinn er eina vélin sem hefur aðgang að þessum network-share-um.

Öðruhverju birtast skrár á rót hvors share-s fyrir sig sem eru handgengnar hinum illa w32.klez.h@mm. Þegar ég var með NAV þá varaði hann mig strax við ef ég opnaði share-ið í Windows vélinni (sem þá var XP - meira um það síðar). Hinsvegar hafði NAV ekki aðgang að skránum og skilst mér að það geti verið vegna þess að w32.klez.h hefur einstakt lag á NAV. Nú, hvað um það. Ég auðvitað notaði Debian rosaofsið í að eyða þessum skrám.

Þegar þessar skrár fóru svo að birtast á regular basis þá varð ég hálf pirraður. Ég prófaði aftur og aftur að vírusskanna tölvuna og network share-in. (Það eru ekki til nein almennileg vírusvarnarforrit fyrir Linux sem handhæg eru einfaldlega vegna þess að vírusar eru ekki stórt vandamál í þeim guðdómlega unaði sem Linux er.) Allt kom fyrir ekki. Helvítis ógeðið lét ennþá sér kræla þrátt fyrir alla mína móðursýki.

…aðeins eitt var til ráða.

Ég hafði loksins afsökun til að henda viðbjóð að nafni Windows XP út úr tölvunni og setja upp hið semi-unaðslega Windows 2000. Margt breyttist til hins betra. Windows startaði sér upp og átti næstum því 150MB laus, langt frá því sem gerðist þegar maður startaði upp Windows XP og var fljótlega farinn að skulda megabæt…!???

En hvað gerist? Eftir að hafa búið til nýtt partition og formatað það eftir kúnstarinnar reglum, sett upp stýrikerfið (af ósmituðum disk sem kom frá 3. aðila) sett upp ósmitaðan Norton og gert allt eftir þeim kúnstannar reglum sem myndu gera hvaða heilaskurðlækni sem er dauðhreinsaðari en McDonalds á mánudegi voru helvítis skrárnar mættar á network share-ið.

Á þessum tímapunkti voru vinir mínir hættir að tala við mig og fjölskyldan búin að afskrifa mig. Auðvitað hlyti ég að vera ruglaður. Það er ekkert hægt að vera með þennan vírus svona mega blabla.

Málið er að w32.klez.h@mm er sáraeinföld græja sem mjög auðvelt er að eiga við. Skráir sig í regestry býr til wink.exe gerir nokkra mjög fyrirsjáanlega hluti og byrjar að smita network share og senda sig í pósti.

Nú hef ég eytt mörgum dögum í að pæla í þessu og hvað gæti verið að og útilokað flest. Það fyrsta sem hægt var að útiloka var að ég væri með w32.klez.h@mm. En ég er samt með hann!!!

Ég er enginn byrjandi á tölvur. Ég meina, ég var með keypress á sínum tíma… Ég er búinn að prófa nánast allt. Samkvæmt öllum stærstu vírusvarnarfyrirtækjum heims er ég EKKI með þennan vírus. Windows tölvan ber engin merki þess að hafa þennan vírus og hver sem er getur séð að Linux getur ekki smitast af w32 vírus.

HVURN ANDSKOTAN Á ÉG AÐ GERA??? OG HVUR ANDSKOTINN ER AÐ ÞESSU HELVÍTIS HELVÍTI???

Kær kveðja
Drengu