Núna áðan er ég var í tölvunni þá tók ég eftir því að Athlon 1600 örinn minn var bara að keyra á 1050Mhz og eftir nánari athugun þá sé ég að svokallaða “system klokkið” er bara í 100Mhz en ekki 166 eins og það ætti að vera, þar af leiðandi var DDR minnið mitt líka að keyra á vitlausri tíðni. Ég hélt að þetta væri nú einfalt að leysa svo ég fór í biosinn og hækkaði “system klokkið” uppí 166Mhz, og eins og glöggir menn gætu séð að með “multiplierinn” 10.5 þá var örgjörvinn nú kominn í rétta tíðni eða 1400Mhz. Save & Exit BIOS. En þegar talvan hefur störtunarferlið þá vill eitthvað ekki virka og windows segir mér að registry-ið hafi verið með villu og að það hafi lagað hana. Svo eftir svona 2 “reboot” þá kemst talvan upp og hvað sé ég? Það er eins og windows hafi notað eitthvað gamallt “registry” og fullt af einhverju gömlu drasli komið í “taskbar” ásamt því að örgjörvinn er aftur farinn niður í 1050Mhz.

Gætu einhverjir sagt mér hvað fór útskeiðis og hvernig ég gæti lagað það og fengið tölvuna mína til að keyra á eðlilegum hraða?