Nú á ég við tvö vandamál að stríða. Ég er í nýrri tölvu (keypt í September) og er sífellt að lenda í tvennu sem ég lenti aldrei í á gömlu 300Mhz tölvunni:

1. Kemur oft bluescreen þegar ég fer í leiki, með skilaboðunum þá að nv4_disp.dll eða kmixer.sys sé orsök þess (er með GeForce 2 MX 100/200 32mb). Ég er kominn með nýjasta driverinn fyrir skjákortið sem mér var ráðlagt að gera svo ég veit ekki hvað hægt er að gera.

2. Svo kemur einnig oft fyrir að hin og þessi forrit lokast, bara upp úr engu, sem og leikir frá EA Sports. Bara eins og einhver hafi ýtt á Alt+F4 fyrir mig því að allt í einu birtist bara desktop-ið og það forrit sem ég hef verið að vinna í lokast bara.

Svo ég spyr ykkur hérna, vitið þið hvað gæti leyst þetta vandamál ?