Einnig væri góður leikur fyrir þig að gefa okkur upp Gerð, Type og allt sem þú getur um modemið… kannski er einhver hérna sem nennir að grúska eitthvað í þessu fyrir þig.
En þér að segja þá er Telnet á porti 23, þannig að það er það port sem þú átt að reyna að tengjast á… port 80 er HTTP port og gengur ekki að telnet-a á það.
Eitt enn… það sem þú ert að reyna að gera er kallað líka NAT þú getur prófað að leita í user manual af því.
Síðan er líka spurning hvort að þetta modem bjóði upp á þetta, sem ég reyndar geri ráð fyrir.<br><br>————–
Flicke