Málið er að ég fékk mér Win XP um daginn og eftir það hefur verið eitthvað vesen með grafíkina hjá mér. Tölvan vill ekki opna Medal of honour (segir can not open GL), counter-strike höktir og er ekki nogu mikil gæði og dvd'ið höktir þannig að ég get ekki horft á það. Ég er með Toshiba laptop, 1ghz, p3, 256 v.minni, og skjákort sem heitir CyberBlade Ai-1 frá Trident MicroSystems. Ég finn hvergi drivera fyrir helv. winxp og það er allt í messi.. Veit einhver hvort það sé hægt að gera eitthvað við þessu annað en fá sér win 2k ??? plís ég er að verða brjálaður á þessu.
kveðja Nikola