Þessi grein er uppfærð útgáfa af greininni <a href=”http://www.hugi.is/windows/greinar.php?grein_id=3 3876”>Vandamál</a>

EKKI beina vandamálum ykkar að þessari grein, farið yfir efni greinarinnar og sendið á korkana. Allir sem senda vandamálin sín hér, geta ekki búist við svari frá mér

Áður en þú sendir á korkana, gerðu eftirfarandi(ekki nauðsynlega í þessari röð):
1. Ef það kemur blár skjár, takið niður ÖLL skilaboðin.

2. Hafið með upplýsingar um stýrikerfi og líka Service Packs ef þið hafið sett þá upp.

3. Ef þið eruð í vandræðum útaf driverum eða önnur vandræði sem má rekja til annars búnaðar í tölvunni, reynið að útvega módel númerið af búnaðnum ef hægt er og/eða útgáfuna af driverunum. Prófið að uppfæra upp í nýjustu drivera sem eru WHQL Certified ef þeir eru í boði, þótt það sé í boði nýrri útgáfa af driverunum.

4. Takið fram aðrar upplýsingar sem gætu skipt máli, t.d. hvað þið voruð að gera þegar þetta byrjaði eða hve langt síðan vandamálið byrjaði að koma.

5. Leitið aðeins í fyrri korkum eftir því hvort einhver annars hefur lent í þessu sama og farið eftir þeim ráðum sem voru gefin.

6. EKKI spyrja aðra um að gefa þér sína útgáfu af forritinu eða serial. Warez er ólöglegt og leiðir til banns af huga.

7. Uppfærðu í nýjustu útgáfur af driverum og þau update fyrir Windows sem þú telur þarft.

8. Ekki senda stuttar vandamálabeiðnir sem greinar, það er ekki smá oft sem maður lendir beinlínis í flóði. Ég ætla sem sagt ekki að láta fólk komast upp með þetta heldur senda svar til baka og segja fólki að hætta þessu og það þýðir ekkert að kvarta útaf því. Það er því fljótara að senda þetta beint á korkana.

9. Ef þú ert með vírus, þá þýðir ekki að segja bara að það sé vírus í vélinni. Ef vírusvörnin þín náði ekki vírusnum, þá borgar sig að fá aðra því það er aldrei að vita hvort hún nái ekki alvarlegri vírus sem kemst í tölvuna þína.

Ef einhverjir spyrja út í vandamál, segjum að lausnin sé 4-5 korkum neðar. Vísið í þann kork sem hefur lausnina og biðjið aðilann að lesa þessa grein.

———–

Þeir sem eru að forvitnast um hvort Windows XP Professional Editon eða Windows XP Home Edition sé betra, Hér eru nokkur atriði sem finnast bara í Professional Edition en ekki Home Edition:
1. Remote Desktop (http://www.microsoft.com/windowsxp/pro/evaluation/overviews/remoteaccess.asp fyrir nánari upplýsingar)
2. Ertu undir Domain hjá fyrirtæki? Windows XP Home Edition getur ekki verið undir Domain. Ef tölvan verður notuð á tölvuneti í fyrirtæki, þá borgar sig að kaupa Professional Edition. Kerfisstjóri fyrirtækis ætti að hafa nánari upplýsingar um þetta.
3. Ertu með viðkvæm gögn sem þarf að dulkóða? Professional Edition hefur dulkóðunarkerfið EFS sem finnst ekki í Home Edition
4. Ef kerfið virkar illa hjá þér allt í einu, þá er Professional edition með betri endurvakningu á fyrri stillingum.
5. Home Edition styður eingöngu 1 örgjörva í vélinni. Professional Edition getur starfað á tveim örgjörvum.
6. Ef þú ert með Windows NT 4.0 eða Windows 2000 og ætlar að uppfæra, þá er Professional útgáfan rétt fyrir þig
7. Stuðningur fyrir fleiri tungumál
8. Stuðningur fyrir NTFS skráarkerfið

———–

Internet Explorer 6 er hægt að sækja innanlands á http://windows.svavarl.com/downloads/IE6/
Náðu í allar skrárnar í þessari möppu og opnaðu ie6setup.exe til að byrja uppsetninguna. Þessi útgáfa er fyrir Windows 98, Windows 98 SE, Windows ME, Windows NT 4.0 með Service Pack 6a eða nýrri og Windows 2000. Internet Explorer 6 er innbyggður í Windows XP.

————

Svona smá ráð handa þeim til að skipuleggja gögnin á hörðudiskunum betur(Fyrir lengra komna eingöngu)
Það borgar sig svona mánaðarlega að defragmenta tölvuna og borgar sig að fara eftir þessum skrefum:
1. Láttu Windows hætta að nota Virtual Memory (nema þú sért með mjög lítið)
2. Slökktu á öllum forritum sem nota partition-ið sem þú ætlar að defragmenta. Ef þú ert með server, reyndu að gera þetta á tíma þegar fæstir notendur nota serverinn, eins og á nóttunni eða mjög snemma um morgun.
3. Keyrðu Scandisk(nema Windows 9x því það gerir það sjálfkrafa á undan Disk Defragmenter) og byrjaðu síðan að defragmenta.