Microsoft í herferð gegn ólöglegu Vista. Áður en febrúar er liðin þá munu allar tölvur sem keyra ólögleg eintök af Vista fá skilaboð frá Microsoft.

Í Desember á síðasta ári þá tilkynnti Microsoft að þeir ætluðu að fara í það að loka fyrir það sem gerir það að þú getur keyrt Vista án þess að hafa löglegt leyfi.

Að hluta gildir það svokallaða OEM/BIOS-hack sem veldur því að fyrirfram virkt OEM-leyfi er notað og svo líka svo hakkað “Grace Timer”.

Seinna í mánuðinum mun Microsoft sleppa uppfærslu í gegnum Windows Update sem mun skynja þessi forrit, þau munu einnig vera hlutu af Service Pack 1 og koma til með að vera fjarlægð ef þú setur upp Windows Vista Service Pack 1.

Ef þú ekki setur upp Service Pack 1 mun Microsoft bara vara þig við að þú ert með þetta inn á og tilkynna þér um löglegt Windows og bjóða þér að sækja forrit til að eyða þessum forritum. Í framtíðinni mun þetta forrit taka í burtu þessi hökk sjálfkrafa.

Windows Vista virka eðlilega en ef þú ert með ólöglegt eintak þá muntu fá viðvörun í tíma og ótíma og með jöfnu milli bili mun desk-topið verða svart.
Sjá nánar á : Windows Genuine Advantage Blog

Að mínu mati þá tel ég að þetta verði brotið upp eins og var gert með WGA vælið í Windows XP þegar stjarnan var niðri í horninu á toolbar.

Þýtt og staðfært af Allt om XP.