Sæl veriði Windows áhugamálamenn! Ég ætla að fjalla smá um Windows XP

Ég hef notað machintos tölvur um allnokkurt skeið, en ákvað að kynna mér hið nýja WindowsXP,
og komst að því, að þetta er mun betra en MAC OS X.

Umhverfið er mun flottara og svo hef ég séð að það er líka miklu stabílla heldur en osX.
Þetta nýja umhverfi, allt er svo mjúkt, þægilegt og litaríkt! Svo er kominn svona vinalegur hundur þegar maður ætlar að leita að einhverju, alveg yndislegt að njóta sér við að horfa á hann meðan maður bíður eftir að vélin leitar!

Þó er hægt að breyta í sama form og Windows 2000 er með, fyrir þá sem líkar ekki nýja útlitið, en ég held að flest allir séu sammála um að nýja útlitið er geðveikt!

Svo er búið að setja innbyggt skrifaraforrit með WindowsXP, það finnst mér alveg brilliant hugmynd, lengi þurft að hafa svoleiðis.

Eins og ég sagði hér á undan, þá er kerfið mjög stabílt og að mínu mati miklu stabílara en MacOS X.
Margir vinir mínir voru búnir að segja mér að henda iMac vélinni minni og fá mér PC. Á endanum féllst ég á það og fékk mér Windows XP. Nú er ég búinn að keyra tölvuna í 2 vikur og hefur aldrei frosnað eða komið neinn bláskjár!

Ég mæli með að allir sem eru að nota Windows 2000 núna uppfæri yfir í WindowsXP, og íhugi líka not sín á Macintosh. Ég sé alveg eftir því að hafa keypt iMac fyrir það fyrsta, algjört peningaplott og fáir möguleikar á breytingum!

kv.
Gunnar Má