Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista Tölvurisinn Microsoft hefur ákveðið að taka í burtu afritunarvörnina, sem hefur verið á stýrikerfinu frá fyrsta degi. Ástæðan er einfaldlega sú að margir, sem keypt hafa stýrikerfið á löglegan hátt, hafa ekki getað nota það.

Afritunarvörnin kom í veg fyrir að fólk, sem afritaði stýrikerfið, gæti fullnýtt það. Talsmenn Microsoft segja að í stað þess að óvirkja ýmsa hluta kerfisins standi til að senda notendum ólöglegu útgáfanna skýr skilaboð um það hver staða stýrikerfisins væri og leiðbeiningar um það hvernig þeir geti nálgast löglega útgáfu.
Gaui