Vírusvarnir Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er ekki professional vírusleitarsérfræðingur,en ég hef tekið eftir því að það er fullt af korkum þar sem fólk er að vandræðast með vírusa og spyware og hvað þetta nú allt heitir.
Einfaldasta lausnin við þessu er að nota vírusleitarforrit. Ég ætla að telja upp nokkur vírusleitar(og varnar)forrit:


Alwil Avast mjög góð vörn og leit. www.avast.com

SuperAntiSpyware þessi vírusleitarvél hefur hjálpað mér mikið. td einu sinni var alltaf að koma “bsod” og ég fór í safe mode with networking og sótti þessa vörn og hún bara virkaði.
www.superantispyware.com

XoftSpy hef ekki mikla reynslu af þessari en hún virðist vera að gera sitt gagn. kostar reyndar einhverja 10$.

mér finnst frekar leiðinlegt þegar einhverjir fá vírusa, leita aðstoðar hérna á huga og þá er fólki sagt að formata tölvuna.(þó ekki í öllum tilvikum)

svo ég ætla að setja upp hérna smá leiðbeiningar um hvernig er best að höndla vírusa sem eru það leiðinlegir að þeir koma með “bsod” eða restarta tölvunni og svoleiðis dót.


1. starta tölvunni upp í safe mode-with networking
það er gert með því að ýta á f8 (allaveg a í minni tölvu) á fyrsta glugga sem kemur upp þegar þú kveikir á tölvunni. þar velur þú safe mode with networking.

2. kominn í windows, nú ætti að standa safe mode í öllum hornum á skjánum.

3. opna internetið ferð á www.download.com og sækir avast home edition. installar og ferð í flipa sem er efst uppi í vinstra horninu og þar ætti að standa schedule boot-time scan. klikkar á það og þá restartar tölvan sér og þá strax fer í gang Bootscan (sem er á bláum skjá með hvítum stöfum að mig minnir)en allavega leyfa því að klárast og ath. hvort hún finni einhvað.

4. ef hún finnur ekki meinið þá myndi ég fara í safe mode-with networking og sækja superantispyware: www.superantispyware.com og scanna með honum. Ef þetta er vírus sem er að þá er ég nokkuð viss um að SAS finni það.

5. restarta tölvunni og ath. hvort hún sé eins og hún var(opna hana bara venjulega) ef hún er betri og slekkur ekki á sér eða kemur upp með “bsod” þá er vírusinn sennilega farinn.

6. svo er ágætt að scanna með avast bara complete scan(ekki quick) og sjá hvort hún finni einhvað.



Þegar ég hef fengið svona leiðinlegan vírus hef ég alltaf farið þessa leið og það hefur alltaf virkað hjá mér.

útskýringar: “bsod” Blue screen of death: http://technabob.com/blog/wp-content/uploads/2006/11/bsod.gif