Mikið hefur verið rætt um hvort hægt væri að spila niðurhalaðri tónlist eða myndum með Microsoft Vista.

Mig langar til að varpa smá ljósi á þetta.

Það er ekki rétt. Það virkar alveg fínt að spila myndir og tónlist sem eru sótt á torrent síðum eða með Direct Connect. Það er sterkt DRM-öryggi innbyggt í Vista en til að það sé hægt að nota það þá verður myndirnar og tónlistin vera með það í byrjun, t.d er öll tónlist sem þú kaupir á netinu er með DRM-vörn sem merkir það að þú getir ekki spila/afritað skránna eins og þú villt.

DRM í Vista er t.d í framhaldi af DVD diskunum það er Blue Ray og HD-DVD. Til að horfa á Bluray mynd i hæstu mögulegu upp lausn getur þurft að hafa örugga tengingu milli skjákortsins og sjónvarpsins gegnum s.k HDCP. Ef það vantar þá er hugsanlegt að þú getir ekki spilað myndina eða getur bara horft á hana í lægri upplausn.

En þær takmarkanir sem finnast krefjast þess að DRM er á því sem þú ert að spila. Það eru engin vandræði með það að spila myndir í hæðstu upplausn 1080p svo framarlega myndin er ekki með neitt DRM-vörn.

Í framtíðinni getur maður hugsað séð að DRM-vörnin verði notuð á annan hátt, það er að segja að maður getur ekki spilað skrár sem ekki inniheldur DRM-vörn.