Nú hefur Windows Vista verið á almennum markaði í mánuð og þar af leiðandi hafa fæstir áhuga á því lengur. Þess vegna er tímabært að fjalla um næsta stýrikerfi Microsoft, Vienna.

Kóðanafn Vienna var áður Blackbomb, nefnt eftir skíðasvæðinu Whistler-Blackbomb, en eins og margir vita var kóðanafn Windows XP Whistler.

Töluverðar tafir hafa orðið á útgáfu Vienna, en útgáfa þess var áætluð árið 2000. Eftir það hafa orðið stanslausar tafir og aðgreiningar, og Windows XP og Vista hafa komið út í millitíðinni. En nú er loks komið að breytingum sem áttu að eiga sér stað fyrir löngu.

Vista var sem kunnugt er enn eitt stýrikerfið í röð Start-stýrikerfanna. Það er þetta eina einkenni sem segir manni að um Windows sé að ræða. Vienna á ekki að vera í þeirri fjölskyldu, heldur mun algerlega ný fjölskyla vera stofnuð utan um það. Samskipti manna og tölva munu gerbreytast, að sögn Microsoft.

Start takkinn og taskbarinn verða samferða úr Windows fjölskyldunni, eftir meira en áratugs samleið. Explorerinn verður algerlega endurnýjaður. Ný tækni er í þróun sem klárar ekki aðeins orð fyrir þig á meðan þú ert að skrifa, heldur heilar setningar.

Auðvitað er ekkert af þessu öruggt, og mikið meira er ekki vitað, en það mun skýrast eftir því sem á líður. Áætluð útgáfa er á milli 2009 og 2012.