Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig Microsoft hefur “stolið” ýmsum hugmyndum úr Apple stýrikerfinu Mac OS X. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort er betra heldur bara vekja fólk til umhugsunar um nokkrar athyglisverðar staðreyndir.

Í fyrsta lagi:

Leit

Í Mac OS X er “Spotlight” sem er sniðugt leitarkerfi og lítur svona út: *linkur* Þá birtast leitarniðurstöður um leið og maður skrifar stafina, líkt og í iTunes.
Í Vista er líka sniðugt leitarkerfi sem heitir “Instant Search” og virkar eins. Það lítur svona út: *linkur*
Og hver er munurinn á þessu leitarkerfum? Nú, nánast enginn! Nema það auðvitað að Spotlight kom langt á undann Instant Search! Microsoft hermir þá eftir en samt er þetta alls ekki eins. Nei, nei. Í Mac OS X þá er leitarglugginn uppi í hægra horninu, en í Vista þá er hann niðri í vinstra horninu. ;)
Svo ekki sé talað um stækkunarglerið sem er logoið fyrir Spotlight. Það er eins í Vista nema hvað það hallar í hina áttina. :)

iCal

iCal er dagatals forrit í Mac OS X. Windows Calendar í Vista er mjög líkt eins og við sjáum hér: iCal - WinCal

iPhoto

iPhoto er forrit í Mac sem heldur utan um myndirnar þínar. Í Vista er hægt að fara í Photos og það virkar nánast alveg eins og iPhoto. Líkt og Win- og iCal þá eru þau mjög lík.

Widgets

Þessi partur finnst mér vera mesti “rip-off”inn.
Í Mac OS X eru svokallaðir Widgetar. Það eru lítil smáforrit sem hægt er að downloada og það eru allskonar hlutir. T.d. geturu séð veður, hlutabréf, íþróttir og ótal aðra svala hluti.
Microsoft hefur svarað þessu með því að láta svipaðann fídus í Vista. Og þegar ég meina svipaðann þá meina ég nákvæmlega eins!! Nema hvað hann heitir “Gadgets”! … =| Widgets - Gadgets, sjáiði eitthvað líkt? En svona lítur þetta út:
Widgets
Gadgets

En eins og ég segi þá vil ég ekki vera með neinar fullyrðingar um hvað sé best og hvað sé ekki heldur bara að allir hafi sína skoðun.
Eins og máltækið segir:
“You be the judge” ;)