Windows Vista 1. hluti Sælir Hugar.
Núna þegar nýjasta kerfi Microsoft VISTA er á leiðinni þá langar mig til að taka saman smá info um það.
Mín fyrsta grein er um hvaða kröfur eru gerðar til að keyra Vista.

Vélbúnaðarkröfur:
Mikið hefur verið talað um vélbúnaðarkröfur fyrir Micosoft Vista. Margir halda að það þurfi ofurtölvu af nýjustu gerð til að keyra Vista en það er langt í frá satt. Skoðið töfluna fyrir neðan og þá sérðu lámarkskröfur til að keyra vista. Flestar tölvur geta keyrt Vista en það mun keyra ansi hægt með bara 512MB RAM og ég mæli með minnst 768MB, best er 1GB til að keyra Vista án vandkvæða. Lestu að neðan til að vita hvaða kröfur skjákortið þitt krefst til að keyra Windows Vista Aero-stillingu (Aero Glass) og af hverju þú ættir að hafa meira minni en 512MB.

Lámark Vista Capable Premium Ready
CPU 800MHz 800MHz 1GHz
RAM 512MB 512MB 1GB
Skják. SVGA 800x600 DirectX9-samhæft DirectX9-samhæft og með 128MB minni
HDD 20GB, þar af 15GB laus - 40GB, þar af 15GB laus
DVD CD-ROM, - DVD-ROM,
Hljóðkort - - Hljóðkort
Internet - - Tilb. á Internet
(Þið verðið að afsaka hvað taflan er leiðinleg en veit ekki hvort til sér töflufídus ? Ef einhver þekkir það má hann miðla því hvernig það er notað)

Skjákort:
Þau kort sem styðja nýja reklana sem heita WDDM og Windows Vista Aero (Aero Glass) er svo sem til. T.d mun Aero Glass-stuðningur fyrir skjákort frá Intel verða mjög takmörkuð nema nýjustu kortin sem er með Intel 945-kubbasettinu. Ertu með eitthvað annað skjákort frá Intel getur reiknað með því að þú getir ekki keyrt Aero Glass. Hinsvegar geta öll skjákort frá ATI og Nvidia sem eru eins til tveggja ára eða yngri geta keyrt Aero Glass, og gildir það sama um ferðavélar.

Hvaða kröfur eru gerðar til að þú getir keyrt Windows Vista Aero?
• Reklarnir verða að styðja WDDM
• DirectX9-samhæft skjákort
• Shader Model 2.0
• 32-bita litir
• Minnst 64MB skjákort*
* Með 64MB minni getur sett hámarks upplausn á skjánum í 1280x1024. Með128MB minni geturðu sett hana í hámark 1920x1200 og með 256MB minni eða meina getur þú keyrt upplausnir yfir 1920x1200. Þess fyrir utan verður skjákortið að geta höndlað 1600MB/s.

Vista-samhæfð skjákort:.
Hver og einn korta framleiðandi er með að heimasíðu sinni lista yfir Vista-samhæfð skjákort. Kíktu á heimasíðu þins framleiðana til að athuga hvort að kortið þitt er samhæft.
Nvidial
ATI
Intel
S3
VIA

Minni:
Mitt persónulega mat hvað varðar lámarks minni fyrir Vista er sú að 512MB er ekki raunverulegt ef tölvan á að vinna vel. Til að tölvan vinni vel og að Vista keyri vel þá ættirðu að hafa minnst 1 GB í henni. Vista tekur mikið minni þegar það er í hvíld, og við notkun, s.s að hlaða leiki og önnur forrit þá mun minnið klárast mjög fljótt og hægir á henni því að sýndarminnið mun vera notað. Sýndarminnið er eins og þið vitið harði diskurinn sem veldur því að tölvan verður seina að vinna.Ég mæli með a.m.k 1GB RAM. Minniskubbar í dag kosta ekki svo mikið og ef þú ætlar að uppfæra í Vista þá keyptu það núna.

Vonandi hafið þið haft gagn af þessari grein, ég mun halda áfram að fjalla um Windows Vista í næstu greinum mínum hér á huga.is