Jæja það er komið af því, að færa sig yfir í 64 bit.
Það er nú samt eikki eins auðvelt og að segja það, það eru nokkur atriði sem að þarf að hafa í huga:


* Drivers: Það er ekki til mikið framboð á 64bit drivers og er það smá vandamál að nálgast þá, best er að fara á heimasíðu framleiðandans og leita annars á www.planetamd64.com (sem er mjög góð) annars er bara að fórna sér aðeins fyrir aukinn hraða og að vera konungur nördana og sleppa þ´vi að vera með game padinn þinn í sega rally á win 64.


* Forrit: Eins og meðdrivers getur það verið smá hell að finna 64 bit forrit (reyndar eru flest 32 bit forrit samhæfð).
Hérna fyrir neðan eru nokkur forrit sem að ég hef náð í sem að eru 64 bit “approved”

-Browser- Það notar ekki nokkur heilbrigður maður Explorer þannig að Fire fox er málið og er hann til í 64 bit. Hann heitir reyndar annað og nafnið er Deer Park Alpha og er frá Mozilla

-Vírusvörn- þaðp er annaðhvort Avanti eða F-Prot

-Cd emulation- (fyrir alla stolnu leikinna) Þá er Daemon komið með 64 bit ókeypis útgáfu

-Sjónvarpsgláparinn- K!Tv er til í 64 bit en ekki vera viss um að sjónvarpskortið þitt sé til með 64 bit drivers.

-Fyrir Overclockarann- Það er til slatti í 64 bit fyrir Overclockarann svo sem Motherboard Monitor , Speedfan og Prime 95

Vandamál sem að gætu komið í uppsetningu eru það ef að þú ert með fleyri en 1 harðan disk (allavegna í raid) verðuru að aftengja hin drifin vegna þess að það er smá galli í þessu sem er sá að það er aðeins hægt að setja Xp upp á C: annars lenduru í boot rugli.

Þða er ekki hægt að setja upp raid driver með usb floppy( alveg fáranlegur bögg þar sem að hann les af drifinu í byrjun uppsetningar og reynir svo aftur í miðri uppsetningu og þá er ekkert usb support)

Þannig að áðer en að byrjað er er best að vinna heimavinnuna sína vel og vera kominn með alla drivers og forrit tilbúinn þannig að þetta gangi svoi snuðrulaust fyrir sig..

takk fyri
———-