Eldveggur - Útskýring og smá leiðbeiningar Firewall eða eldvegur:

Þetta er forrit eða vélbúnaður sem að hindrar óæskilega traffík til og frá vélinni þinni. Fyrir þá sem eru sítengdir netinu er nauðsin að vera með einhverskonar eldvegg til að verja tölvuna.

1. Vélbúnaðar (hardware) eldveggur er besta lausnin en er oftar en ekki rándýr búnaður, getur hlaupið á miljónum króna. Með svona búnaði getur þú verið nánast öruggur með öll þín gögn á bakvið græjuna.

2. Hugbúnaðar (software) eldveggur er líka ágætis lausn. Yfirleitt þarf töluvert að sérsmíða þá fyrir hverja vél fyrir sig.

Ég sjálfur:
Ég er með lítið fyrirtæki (ekki tengt tölvum að neinu leiti, já ég veit, ótrúlegt en satt ;)) og er með fjórar net-tengdar vélar (ekki server) með hub og út á við er ég að nota ZyXel 600 sambyggðan ant (modem) og router fyrir ADSL tengingu (föst IP). Öll port eru beind að vélinni minni (192.168.1.33). Fyrir mig er algjör nauðsin að nota firewall.
Ég er búinn að prófa nokkra og hef komist af því að AtGuard (AG) (http://atguard.da.ru/) hentar mér best. Hann er með innbyggða ýmsa fídusa ss. “ad block” og fl. Þegar maður setur hann upp fyrst og opnar t.d. Internet browserinn (IE) þá poppar AG upp með glugga og segir að IE sé að reyna að komast í gegn um vegginn á netið. Eftir nokkur músar klikk þá ertu búinn að leifa IE að nota netið óhindrað. Svo gerir þú þetta við hin ýmsu forrit og eftir nokkra daga er allt tilbúið. Forritin sem að þú notar fyrir netið fá óhindraðan aðgang út eða inn, hvert sem er, á hvaða porti sem er, eða bara eina addressu og eitt port. Þetta er allt stillanlegt eftir þörfum.
Það er ótrúlegt hvað mörg forrit eru að senda hin ýmsu gögn til ýmsa aðila (Eudora, Winamp, RealAudio og m.fl.) Ég er með þetta mest allt blokkerað. Þetta er líka ágætt þegar maður er að nota “illa” *hóst* fengin forrit sem tékka á serial númeri eða álíka í gegn um netið. Blokkera á þetta allt. Svo er þetta líka gott á forrit sem eru alltaf að sækja auglýsinga-bannera og þessháttar.

Þegar ég kem í vinnuna á morgnana eru að meðaltali 2-5 gluggar með hinum ýmsu IP tölum sem eru að reyna að ná í gegn á hinum ýmsu portum. Stundun opna ég IP skanner forrit (Visual Route), tékka á þessum tölum og þá get ég séð hvaðan þessar “árásir” koma. Ameríka, Kórea, Rússland, Þýskaland eru algengust. Þetta blokkerar maður náttúrulega.

Ég er nú enginn sérfræðingur é þessum efnum en þó held ég að ég sé þokkalega settur núna. Mér dytti ekki í hug að slökkva á AtGuard eina mínútu.

Smá hér í lokin. Verkstjóri í stóru tölvufyrirtæki hér í bæ heyrði kerfisstjórann og annan mann spjalla um eldveggi og þess háttar. Hann fylgdist nú ekkert sérstaklega með þessu en sagði svo við kerfisstjórann: "er brunavörnum ábótavant í þessu fyrirtæki?).

BOSS
There are only 10 types of people in the world: