Vildi bara vekja máls á því að oft á tíðum þegar
ég eða aðrir erum að reyna að hjálpa fólki í vanda, þá kemur sjaldnast svar við því hvort að
hjálpin hafi dugað fyrir viðkomandi, eða hvaða hjálp hafi dugað, eða að ekkert af því hafi dugað.

Með því að skrifa til baka að T.D.“”Adaware“ virkaði fínt og hreinsaði þetta. Takk”“
mundi eflaust hjálpa fleirum en bara einum.

Sömuleiðis með drivera, ”blue screen of death“, ”tölvan restartar sér í sífellu“ og öll njósnaforritin sem að eru að bögga svo marga.

Allt þetta væri miklu skilvirkara ef að þeir sem að eru að biðja um hjálp segðu hvað ef eitthvað hefði virkað/lagfært það sem að var að hjá þeim.


Svo er annað sem að kæmi vel út og það væri ef að Admin. myndi geta tekið út algengustu spurningarnar og sett upp á sér ”Hjálparlista"
T.D. Hvernig formatta ég?_
hvernig breyti ég skjáupplausn?
hvar finn ég diver fyrir þetta eða hitt?

og hafa það ofarlega á síðunni, þannig að fólk skoði það fyrst áður en það komi með hjálparbeiðni.

Ég ætlaði að senda þetta inn sem kork, en hef trú á því að fleiri lesi þetta ef þetta er sent inn sem grein.

Endilega bætið við því sem að ykkur finnst.
Kveðja Ramage.