Góðan dag ég heiti bergur og veit ekki allt of mikið um tölvur og enn minna um windows.

Ég var að setja upp nýjan user fyrir mömmu mína og setja upp svona þennann beisikk eins og maður vill kalla það, netið, póstinn o.s.frv.

ég kíkti inní folder option valhnappinn og sá þá að það var stillt á “Do not show hidden files and folders” þannig ég áhvað að gangsetja alsýningu.

allavega þá poppaði alltíeinu upp ný mappa á c: -drifinu mínu sem bar nafnið C_DILLA … ég fór og ransakaði þetta dóterí og með undratækni internetsins fann ég þar á meðal þessa síðu

http://www.privacyandspying.com/privacy-c_dilla .html

sem talar um þetta forrit sem einhvernvegin fylgist með þvi sem ég er að gera á vélinni minni á hverri stundu eða allavega hvaða forrit eru í gangi… er þetta ekki brot á persónuvern, ég meina ef það er ekki grundvöllur fyrir því á íslandi að stofna til gagnagrunns um heilsu manna er þá leyfilegt að fylgjast með tölvunotgunn landans sem eru nú örugglega í sannleikasagt mun meira safarík fyrir sveittann úlendinginn en hvernig heilsan okkar var fyrir 37 árum?

allavega lít ég svo á að þetta er óboðinn gestur í vélina mína og mér fynnst fólk úti í heimi hafa engann rétt til að fyldjast með hvað ég er að gara hvað og hverju og þó að það segju hvergi að foritið noti ekki “live update”þá á maður aldrei að segja aldrei!

nú var mér að detta í hug að taka forritið útaf tölvunni minni en þá komu hinar ýmsu hótanir og þannig um að forritin mín myndu hætta að virka og þá var aðalega bent á maxinn minn sem ég get ekki lifað án. er alltílagi að taka þetta forrit út af eða verður maður að læra að lifa með þessum fylgifiski um aldur og ævi?

með kveðju
bergu