Sæl verið þið.

Ég hef tekið eftir því að sumar skrár í Windows virðast vera alveg varðar því að hægt sé að skoða þær. Í mínu tilfelli þá hef ég verið að rembast við að savea quicktime trailer sem ég get skoðað af netinu.

Ég nota Quicktime 6 plug-in í IE til að skoða trailerinn og get valið þar með hægri takka að savea myndina. Vandamálið er bara það að myndin sem saveast er mjög smá (10k) þannig að það virðist vera að trailerinn sé spilaður í gegnum movie file, en sá movie file er svo sá sem saveaður er \:-/.. OK

Þessi trailer er ekki streaming video

Ég tók eftir því að meðan að plug-in glugginn er opinn þá skrifar IE *.tmp file í LocalSetting\temp\ directory. Þennan tmp file er með engu móti hægt að skoða, kópera, eyða, færa né gera neitt við meðan glugginn er opinn og svo eyðir IE skránni um leið og þú lokar glugganum.

Hvernig er hægt að setja skrár þannig að ekki sé hægt að view-a þær né kópera í windows. (ég er með XP, NTFS partisjónu)

Ég prófaði að nota Norton Systemworks til að undeleta þessum skrám, en það virðist ekki sjá þessa skrá. Ég gat undeletað ÖLLUM öðrum *.tmp skrám sem allskonar forrit eru alltaf að búa til og eyða, en ekki þessari.

Hinsvegar tók ég eftior því að þegar ég slökkti á tölvunni á meðan að QT plug-in gluggin var opinn og keyrði hana upp aftur þá sat þessi *.tmp skrá (hét þá IDH6.tmp) eftir og núna gat ég kóperað hana og renameað hana með *.mov extension og whoolla þarna var trailerinn minn kominn :)

Þetta fynst mér samt of löng og slæm leið. Ég prófaði líka að nota internet packet sniffer til að finna adressu packettanna meðan ég downloadaði trailerunum en ég get ekki notað þá adressu í neinn download manager (getright eða GoZilla) til að ná í þessa file-a.

En spurningin er fyrst og frems þessi. Hvernig stendur á því að til séu skrár á harða diskinum sem að ekki er hægt að taka afrit af? hvernig eru þær varðar?