Þá er loksins komið að því, spurningakeppnin hefur verið endurvakin. Formið og spurningarnar verða eins og áður og litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á keppninni. Keppnin verður haldin á viku fresti, fyrir utan fyrstu vikuna því að við ákváðum að gefa fólki smá tíma til að átta sig á að keppnin væri hafin. Spurningar verða þá reglulega á laugardögum, og kemur næsti skammtur af spurningum 29. ágúst.

En þá er komið að því að útskýra hvers vegna keppnin hætti á sínum tíma.
Þegar ég byrjaði sem stjórnandi á þessu áhugamáli var ég aðeins einn. Ég fékk góða hugmynd, að hafa reglulega spurningar sem hugarar geta spreytt sig á og lært mikið af. Þetta heppnaðist mjög vel fyrstu 18 umferðirnar, engin meiriháttar vandamál og allt huggulega sett fram rétt eins og ég vil hafa það.
Það kom hinsvegar að því að nýir stjórnendur komu á áhugamálið. Við ákváðum þá að skiptast á að semja spurningar fyrir keppnina og allt í góðu með það. Það sem þetta leiddi hinsvegar af sér var það að mikið af skipulagningunni rann mér úr greipum, mér fannst spurningarnar oft lítið vandaðar, framsetningin oft slök og það kom að því að stjórnendurnir hættu að uppfæra stigafjöldann eftir keppnina, eða sendu mér hann til að gera það sjálfur. Þetta leiddi síðan til þess að mér fannst bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir svörum og uppfærslum frá stjórnendum (sem komu stundum mjög seint) og hætti ég að semja spurningar
Ég er staðráðinn í því að leyfa þessu ekki að gerast aftur, Danmphir er toppmaður auk þess sem ég hef lært af þessari miður skemmtilegri reynslu. Ég vona að ykkur þessi spurningakeppni verði jafn vinsæl og hin var og að sem flestir taki þátt.

Áfram vísindin
Kv. Medicus