Ég vil bara segja ykkur það að ég er afar ánægður með þáttöku í spurningakeppninni og hélt ég satt að segja að hún myndi ekki endast 8 vikur, hvað þá lengur :D. Nú hafa 50 notendur tekið þátt í keppninni, margir reglulega og tel ég það vera afar gott.

Ég mun halda áfram með spurningakeppnina eins lengi og fólk nennir að svara þessu. Gaman væri ef að fólk myndi koma með athugasemdir og tillögur um eitthvað sem mætti betur fara til að gera keppnina enn betri og skemmtilegari. Það væri einnig gaman að fá álit ykkar um keppnina.