Komiði öll blessuð og sæl.

Nú er ég víst orðin stjórnandi Vísinda og fræða, og þá er náttúrulega um að gera og nýta tækifærið og taka aðeins til á áhugamálinu. Þess vegna langaði mig að biðja ykkur um að koma með uppástungur um hvað þið viljið sjá hér nýtt, hverju megi breyta og hvað eigi að fara burt. Þið getið annað hvort svarað þessari tilkynningu eða sent mér skilaboð.

Áhugamálið er í lægð eins og er, svo endilega hjálpið mér að rífa það upp.

Calliope :)