Myndavél Darwins Fengið héðan: http://www.newscientist.com/gallery/mg20227142000-darwins-camera/1

Þetta var birt vegna bókaumfjöllunar, Darwin's Camera efti Phillip Prodger. Darwin var greinilega meiri frumkvöðull en oft er ætlað, hann virðist hafa lagt grunninn að rannsóknum á tilfinningum og líkamstjáningu sem Paul Ekman hefur gert að mikilli fræðigrein. Líkamstjáning, svo sem þegar við gefum í skyn reiði eða gleði, virðist vera óháð menningu og ráðast af eðlisþáttum sem eru sameiginlegir öllu mannkyninu.