Hæhæ

Ég var að pæla hvort einhver hérna þekki gömul húsráð tengd plöntum og jurtalækningar, eitthvað sem amma eða gömul frænka hefur sagt ykkur í æsku.

Ég veit að það eru til bækur um þetta, á meiri hlutann af þeim íslensku, en langaði bara af forvitni að vita hvort einhver eigi svona persónuleg dæmi :)

Amma bestu vinkonu minnar sagði t.d. alltaf að maður ætti að tyggja vallhumal til að losna við kvef og frænka mín lét mig gleypa hvítlauk við hálsbólgu.

(og já, þetta eru vísindi og fræði, svo lengi sem þið farið ekki út í einhverja hómópatíu :P)