ókei, hér er ein stutt pæling varðandi afstæðiskenninguna og hluti sem eru langt í burtu.

Skv. afstæðiskenningunni er alltaf hægt að gera ráð fyrir því að maður sjálfur sé alltaf kjurr á meðan allt annað hreyfist í kringum mann.

En ef ég horfi í stjörnuhimininn á stjörnu sem er kannski 4 ljósár í burtu, og sný mér svo í einn hring (ég er þá kjurr en hún snýst umhverfis mig), þá er hún væntanlega að fara á margmargmargföldum ljóshraða, ekki satt? En samt ekki? Af hverju er ekki hægt að segja það? Tengist það smæð minni miðað við fjarlægðina? Eða bara fjarlægðinni?