Ef menn hafa lært tölfræði þá hafa þeir örugglega heyrt þetta: Ef þú gerir tilgátupróf eru bara tvær mögulegar niðurstöðu, hafna núlltilgátu eða hafna ekki núlltilgátu, en að staðfesta núlltilgátu er alveg bannað.

Segjum sem svo að ég sé að framkvæma tölfræðilega úrvinnslu á einhverju ótilteknu efni.
Ég geri mér núlltilgátu (A) og gagntilgátu (B), þannig að P(A) + P(B) = 1.
Ég nota gögnin mín til að sýna fram á að ég geti hafnað A og þar af leiðandi er B sönn. Enginn kvartar.

Nú nota ég sömu gögn en skipti um nafn á tilgátunum, látum B vera núlltilgátu og A vera gagntilgátu, en A og B er óbreyttar.
Nú nota ég gögnin mín til að sýna að ég geti ekki hafnað B með þessum gögnum.
Kennari í tölfræði mun segja mér að ég geti ekkert meira sagt, sér í lagi megi ég alls ekki segja að þetta leið til þess að B sé sönn.

Nú spyr ég: Er eðli tölfræðinnar háð því hvað ég nefni sem núlltilgátu og hvað ég nefni sem gagntilgátu, eða er ég að missa af einhverju?
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“