Var að velta fyrir mér einu um daginn.

Tíminn hlýtur að líða áfram með endalausri nákvæmni, er ekki svo?

Segjum að sekúndurnar sem hafa liðið síðan ég skrifaði orðið “segjum” sé 4.2222222222222222… sekúndur. Þetta nær endalaust niður. Hvernig líður tíminn eiginlega, ef það er endalaus nákvæmni í mælingunni?

Ef við hefðum klukku sem hefði endalausa nákvæmni, hvernig mundi klukkan ná að 1 sekúndu? Mundi hún ekki vera föst í 0,111111111… ? Af hverju er því ekki sömuleiðis farið með tímann?