Nú ætla ég ekki að færa rök fyrir því að crystal meth sé heilsusamlegt, en ég las nýlega grein sem telur um allan þann sora sem meth er búið til, ásamt efnum sem koma við sögu í efnaferlinu.
Greinina má sjá hér: http://www.articlesbase.com/health-articles/almost-unbelievable-the-ingredients-contained-in-crystal-meth-172005.html

Þarna eru talin upp ýmis skaðleg efni á borð við saltsýru og kveikjarabensín, og vegna þess að allt þetta gums tekur þátt í efnahvörfunum er meth slæmt.

Þessa röksemdafærslu vil ég yfirfæra á tvö önnur efni; butansýru og metanól.
-Bútansýra er stutt fitusýra sem veldur ma. táfýlu og er með verr lyktandi efnum sem þú finnur í fljótu bragði.
-Metanól (eða tréspíri) er baneitraður, ef þú drekkur svo lítið sem 10mL af metanóli getur það valdið blindu og 30mL geta valdið dauða. Venjulega er banvænn skammtur um 100-125 mL (heimild: wiki).

Hvað skildi nú gerast ef við setjum metanól og smjörsýru saman í reflux (svona tæki) í nokkurn tíma og eima svo hreint efni úr þessu? Við ættum að fá eitthvað banvænt sull, sem er illa lyktandi í þokkabót!
Nei, við fáum metyl-bútanat, efni sem hefur ljúfa ananas- og eplalykt, sem er notað sem lyktar- og bragðefni í mat og sælgæti.

Röksemdafærsla sem og þessi í greininni, sem gerir ráð fyrir því að eiginleikar efna breytist ekki við efnahvörf, fara í taugarnar á mér.

Annars eru Breaking bad fínustu þættir.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“