Ég er oft að spá í þessu varðandi fóstureyðingar. Ég man þegar að huganotandi “Cesar” skrifaði grein um fóstureyðingar þar tók hann framm að það ætti að vera ákveðinn aldur þar sem mætti ekki eignast barn og að maður ætti að fara í eyðingu, það að vísu vakti marga til reiðis. Þannig að ég varð að pæla fyrir mér,er til rétt og sanngjörn laus á þessu þar sem bæði karlmaðurinn og konan taka ákvörðun? Mér finnst satt að segja ósanngjarnt og óheiðarlegt að konan/stelpan skuli vera með yfirráð yfir þessu sérstaklega ef að þær séu undir 18 ára aldri, þar sem að stúlkur á þessum aldri hafa enga vitsmuni yfir þessu og eru ekkert heldur að spá í afleiðingum. Tökum dæmi að stúlka sem er aðeins 14 ára skuli vera ólétt og hún ákveður að eignast þetta barn án samþykkis pabbans. Barnið mundi þá að vísu vera ekki alið upp af pabba og bara eintómt vesen og vandræði. Eins og sést mundi svoleiðis ákvörðun hafa verulega skaðleg áhrif á bæði barnið, manninn/strákinn og foreldrana, og auðvitað má ekki heldur gleyma framtíðar mömmunni. Samt sem áður, ef að strákurinn væri sáttur við þetta, mundi það bæta allt saman upp. En þeir strákar sem eru ey sáttir við þetta eru með engan valkost, þeim er bara hennt í pabbhlutverkið án þess að hafa engan rétt yfir því að neita því.

Mér finnst að það ætti að vera til eitthverjar reglur yfir þessu hvort sem þær verði óskráðar eða skráðar reglur. Maðurinn ætti að fá að ráða að minnsta kosti eitthvað. Svo að ég spyr ykkur, hvað er réttlátt

Mér finnst samt útí hött það sem Cesar sagði, því miður finn ég ekki greinina.