Fyrirtæki í Maryland, í samvinnu við Pentagon, vinnur að gufuknúnu vélmenni sem mun endurnýja orku sína með því að éta upp hvaða lífræna efni sem það finnur: gras, tré, gömul húsgögn og jafnvel lík dauðra manna.

Robotic Technology Inc. vinnur að framleiðslu “EATR” (Energetically Autonomous Tactical Robot) - það er rétt EATR - “getur fundið, látið ofan í sig og dregið orku frá lífþyngd í umhverfi sínu” (ásamt öðru lífrænu eldsneyti) jafnframt því að nota hefbundið og óhefðbundið eldsneyti (líkt og bensín, gas, díselolíu, steinolíu, própan, kol, matarolíu og sólarorku) þegar það þarfnast þess“. Þetta stendur á vefsíðu fyrirtækisins.

Þessi ”lífþyngd“ og ”annar lífrænn orkugjafi" þarf ekki endilega að takmarkast við plöntur, heldur geyma hræ dýra og lík manna mikið af orku, og það er nóg af þeim úti á vígvelli átakana.

http://www.foxnews.com/story/0,2933,533382,00.html


Þetta illi mér verulegum áhyggjum væri ég Palestínumaður. Mun þessi nýi hermaður geta skilgreint muninn á dauðu og lifandi fóki til að éta?