Ég drekk rosalega mikið af kóki á hverjum degi, fæ mér eitt glas og set svo 1.5 lítra flöskuna (by í noregi) inn í ískáp. Ég get drukkið svo mikið sem 3/4 af flöskuna áður en bragðið er orðið ógeðslegt og kolsýrið farið að hverfa. Semsagt þegar það er 1/4 eftir þá er bragðið ekkert gott lengur, en hinsvegar þegar er 2/4 eftir af flöskunni eða meira og ég drekk allt það í einu er bragðið bara venjulegt. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessu? Ég loka flöskunni og allt..