Það hafa verið einhverjar umræður hérna
um hvað tekur við eftir dauðann, en hvað
tekur við eftir að manneskja fremur sjálfsmorð?
Fer hún á stað sem er einskonar biðstofa þar
til “réttur” tími hennar kemur til að yfirgefa
svæðið? Eða er hún svífandi hér um á meðal
okkar lifenda? Eða er hún föst einhverstaðar?

Gaman væri að fá umræðu um þetta og sjá hvað
fólk hefur mismunandi kenningar um þetta.

Ég sjálf hef ekki hugmynd um hvað ég á að halda
ég er búnað vera að velta þessu fram og tilbaka
en ég HELD að manneskjan hafi það ekki gott fyrr
en “áætlaður” tími hennar kemur og þá komist hún
loks á “áfangastað”.