Getur fólk vinsamlegast hætt að tjá sig um þetta yfir höfuð?
Nánast enginn af ykkur veit hvað svarthol er og þið vitið nánast ekkert hvað er að fara gerast eða út
á hvað tilraunin gengur…

En svona til að hugga ykkur börnin þá er alveg hægt að útskýra það í stuttu máli.

CERN hóf byggingu á LNC fyrir rúmlega 10 árum. “Large Hadron Collider”, en göngin, 27km löng, liggja á landamærum sviss og frakklands, meðal annars liggja þau í gegnum alpana. Þessi göng, sem innihalda meira en helmingi meira járn heldur en Effeil-turninn hafa hingað til kostað um $10 billion. Eða eina “grilljón?” króna.

Atóm eru samansett, m.a. af Hadrons og nuerons.
Þessum nuerons verður svo þeytt af stað 10.september í gegnum 27km löng göngin á 99,99999999999% hraða ljóss.

Reiknað er með að einhverntíman í
Október verða þau látin skella saman, en þau hafa þá
farið í hring eftir hring á móti hvor öðru án þess að snertast. Við það myndast hiti um það bil 100.000 meiri
en hiti sólarinnar, sem seglarnir sem umkringja göngin(sem
stýra the nuerons) eru kældir um -2059° Celsíus.

Stærsta holrýmið (Chamber) heitir “Titan” og er á stærð við
kirkjuna í NotreDam. Þar eru skynjarar sem taka við upplýsingum
frá þeim árekstrum sem vekja mestan áhuga og sendir svo
þær upplýsingar til “computer farm” sem er ofanjarðar.
Þær senda svo upplýsingar til þúsundi skóla og rannsóknarsetra um allan heim.

Basically eru vísindamenn að leitast eftir svari við einfaldri spurningu:

What is mass?
“Hvað er massi?”

Hvernig varð heimurinn til, hvernig osfrv.
Ef allt gengur vel verður vísindaheiminum líklega umturnað.
Einnig vonast þeir eftir svörum við hvort það
séu til aðrar víddir/heimar, sem þetta gæti gert okkur
kleift að sjá/skilja.

Ef þau myndast þessi blessuðu svarthol. Samkvæmt
m.a. eðlisfræðiprófessorum frá harvard, væru þau svo lítil að þau myndu leysast upp nánast samstundis. Svo veikt væri aðdráttarafl þeirra.

HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI!

Bætt við 10. september 2008 - 20:08
Þetta auka núll í 2059° átti ekki að vera.
Rétti hitinn er -2059° til -2071°.