Var að labba heim áðan og fannst ég sjá smá hluta af regnboga öðrum megin við sólina en það var engin rigning… þá sá ég að hinum megin við sólina var alveg eins “regnbogi”. Þannig þetta lítur út eins og það sé einhver riiisa regnbogahringur í kringum sólina en ég sé bara einhvern smá hluta af honum sitt hvorum megin við sólina í beinni línu.

Veit einhver hvað þetta er eða sér þetta einhver annar en ég? (er btw á seltjarnarnesinu/vesturbænum)