Ég hef satt best að segja aldrei trúað á tilviljanir þó ég hef ekki alltaf gert mér grein fyrir því. Ef maður pælir hversu margar “tilviljanir” gerast á hverjum degi finnst mér ólíklegt að þetta gerist einfaldlega vegna þess að það gerist. Þeir sem hafa séð byrjunina á myndinni Magnolia vita kannski hvað ég meina.

Ég kláraði bókina The Secret fyrir stuttu. Í henni kemur fram að allt það góða og slæma kemur fyrir mann gerist vegna sinna eigin hugsanna. Þessi bók er mjög bandarísk, soldið gay á köflum og er ég ekki alltaf sammála henni en þetta er algjörlega eitthvað sem ég trúi. Í fyrradag var ég að hugsa að ég þurfti að tala við vin minn þegar ég steig út úr bílnum mínum. Þessi vinur minn var þá beint fyrir framan mig mér að stíga út úr sínum bíl. Í seinustu viku hugsaði ég að það væri mjög langt síðan að ég hafði farið í innanhús fótbolta. Ég er núna búinn að gera slíkt tvisvar í þessari viku.

Alls konar litlar tilviljanir og “kraftaverk” gerast á hverjum degi. Ég trúi nú ekki á Guð en það er kannski skrýtið að trúa að allt gerist vegna þess að að maður hugsar um það frekar en það er yfirnáttúruleg vera sem er að stjórna því. Hin fyrri hugmynd líst mér samt betur á. Lætur mig trúa því að ég hafi meiri stjórn á lífi mínu.
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.