Res Extensa (http://www.resextensa.org), félag um hug, heila og hátterni, býður alla velkomna á fyrsta fræðakvöld félagsins. Fræðakvöldið verður haldið þriðjudaginn 17. apríl á efri hæð Café Victor (Hafnarstræti 1-3), og hefst það kl. 20:00. Á fræðakvöldinu getur fólk hlýtt á áhugaverða fyrirlestra í afslappaðri stemmningu. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu keypt sér mat og drykk á Café Victor.

Fyrirlesarar að þessu sinni eru þau Karl Ægir Karlsson og Margrét Dóra Ragnarsdóttir. Karl Ægir er Ph.D. í hugrænum taugavísindum og atferlistaugavísindum (e. Cognitive and Behavioral Neuroscience), og er lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann flytur fyrirlesturinn: “Er svefn nauðsynlegur?” Margrét Dóra er B.A. í sálfræði og M.Sc. í tölvunarfræði. Hún starfar sem nytsemisfræðingur og er aðjúnkt í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlestur Margrétar Dóru nefnist: “Að vera notalegur: Hvað gera nytsemisfræðingar?”

Við vonumst til að sjá sem flesta á Café Victor næsta þriðjudag.