http://www.nytimes.com/imagepages/2006/08/14/science/sciencespecial2/20050815_EVO_GRAPHIC.html

Eins fyndið og mér finnst það að það séu fleiri í Bandaríkjunum sem að trúa því að sköpunarsagan í Biblíunni sé sönn (eða eru ekki viss) þá kemur mér það hinsvegar á óvart að svona “stór” hluti af Íslendingum samþykki ekki þróunarkenninguna. Í rauninni kemur það mér töluvert á óvart að hlutfallið sé ekki hærra t.a.m. ekki bara hérna á Íslandi, heldur á öllum Norðurlöndunum yfir höfuð (að undanskildum Færeyjum að sjálfsögðu).

Samt sem áður áhugaverð könnun og ef að fólk hefur tök á því að lesa greinina í NY Times um þróunarkenninguna þá mæli ég hiklaust með því, skemmtilegur og áhugaverður lestur.
“There is no need for torture, hell is other people.”