Þarna er spurt hvort stærðfræði sé: a) hugvísindi b) raunvísindi c)veit ekki d) ekkert af ofantöldu.
Ég valdi d)… Einhvernvegin, þótt ég viti að skv. einhverri almennri flokkun teljist stærðfræði til raunvísinda, þá finnst mér PERSÓNULEGA stærðfræði og þau fræði sem viðkoma tölum og stærðum flokkast undir HEIMSPEKI. Ég veit ekki alveg af hverju, sennilega því að í raun er stærðfræðin að miklu leyti ekkert endilega framkvæmanleg með þessarri raunreynslu-aðferð sem þykir svo merkileg. Fyrir mér virkar hún frekar sem ákveðið kerfi, sem lýtur eigin reglum og er “raun-reynd” yfirleitt á eigin forsendum innan þess ákveðna kerfis. Ég hef líka kynnst öðrum talna-kerfum í gegnum félagsvísindi og mér finnast þau frekar flokkast undir e-k heimspeki eða cosmology-tengt fyrirbæri, heldur en þessi dæmigerðu raun-vísindi. Er ég eitthvað klikkuð? Er ég að misskilja eitthvað? Er einhver sammála, eða vill þá einhver mögulega leiðrétta mig eða andmæla… Ég er alveg komin í hönk eftir að velta mér uppúr því í næstum hálftíma hvað ég ætti að velja :S Úff… :D Lífið getur verið fyndið! Bestu kveðjur, L.